Feður í Val sem vinna
að því að styrkja barna-
og unglingastarf Vals
Fálkarnir eru með styrktarkerfi með það að markmiði að mynda
fjárhagslegan bakhjarl börn og unglinga sem æfa hjá Val.
Fjáröflun
Ein aðal fjáröflunarleið okkar hefur verið að grilla og selja pylsur á meistaraflokksleikjum Vals og með Jólatrésöfnun.
Styrkir
Frá upphafi hafa Fálkar Vals styrkt ungt íþróttafólk til að gera þeim kleift að keppa erlendis og taka þátt í kostnaðarsömum verkefnum.
Félagsskapur
Við hittumst einu sinni í mánuði á veturna, borðum saman, fáum til okkar góða fyrirlesara til að fræða okkur um mál sem m.a. tengjast þjálfun og starfi yngri flokka í íþróttum.
Fálkar á grillinu
Fálkar bjóða til sölu grillaða hamborgara og/eða pylsur á öllum leikjum meistaraflokka Vals í deild og bikar.
Opin félagsskapur
Allir feður sem eiga börn í Val eru velkomnir í Fálkana. Saman myndum við sterkan hóp sem styrkir barna- og unglingastarfið í Val. Frábær leið til að kynnast öðrum nýjum og gömlum Völsurum.