Styrkja Fálka

Allur ágóði af starfsemi Fálka rennur til barna og unglingastarfs í Val. Meðal annars hafa verið veittir styrkir á síðustu árum til æfinga- og keppnisferða, kaupa á sjúkratröskum auk þess sem iðkendur í unglingalandsliðum hafa verið styrktir til að gera þeim kleift að taka þátt í landsliðsverkefnum.

Ef þú hefur áhuga á að styrkja börn og unglinga í gegnum Fálkana er velkomið að styrkja með neðangreindum greiðsluhlekkjum. Fyrir frekari upplýsingar bendum við á að hafa samband á falkar@falkar.is